Hætta starfsemi í Kunduz

Hjálparsamtökin Læknar án landamæra (MSF) hafa ákveðið að hætta starfsemi sinni í afgönsku borginni Kunduz eftir að loftárás var gerð á spítala samtakanna í borginni.

Samtökin telja að Bandaríkjaher hafi gert loftárásina og krefjast óháðrar rannsóknar á atvikunu sem þau segja stríðsglæp. MSF skellti í lás í dag og hætti starfsemi í Kunduz. Alls létust 22 í árásinni en einhverjir þeirra brunnu til bana í rúmum sínum á sjúkrahúsinu en árásin stóð yfir í meira en klukkustund aðfararnótt laugardags. Árásin hélt áfram þrátt fyrir að MSF hafi haft samband við Bandaríkjaher í Washington og her Afganistan í Kabúl.

Óskiljanlegt og skelfilegt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert