Segir fornu borgina dauðadæmda

Frá Palmyra
Frá Palmyra AFP

Fornminjavörður Sýrlands Mammoun Abdulkarim varaði við því í samtali við fjölmiðla í dag að forna borgin Palmyra verði „alveg horfin eftir þrjá til fjóra mánuði“.  Sagt var frá því í morgun að skæruliðar Ríkis íslams hefðu sprengt upp sigurbogann í borginni en hann var næstum því 2000 ára gamall.

Fyrri frétt mbl.is: Sprengdu sigurbogann í loft upp

Síðustu vikur og mánuði hafa meðlimir samtakanna eyðilagt fjölmörg hof og styttur í borginni sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Ríki íslams hefur haft yfirráð yfir borginni síðan í maí.

Meðlimir samtakanna líta á hof borgarinnar sem óhelgar byggingar. „Það er eins og það sé bölvun á borginni,“ sagði Abdulkarim í samtali við Reuters í dag. „Ef borgin verður áfram í þeirra höndum er hún dauðadæmd.“

Frétt Sky News. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert