Sprengdu sigurbogann í loft upp

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa eyðilagt sigurbogann í hinni fornu borg Palmyra í Sýrlandi en mannvirkið var heimsfrægt kennileiti. Sigurborginn var sprengdur í loft upp. Þetta hefur fréttaveitan AFP eftir Maamun Abdulkarim, yfirmanni fornleifamála í Sýrlandi.

Vígamenn hryðjuverkasamtakanna hafa unnið jafnt og þétt að því að eyðileggja Palmyra frá því að þeir náðu borginni á sitt vald í maí sem og aðrar fornminjar á yfirráðasvæði samtakanna. „Þetta er kerfisbundin eyðilegging. Þeir vilja eyða borginni algerlega,“ segir Abdulkarim ennfremur.

Palmyra hefur verið þekkt sem „Perla eyðimerkurinnar“ og er á heimsmiðjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Fyrir borgarstríðið í Sýrlandi komu um 150 þúsund ferðamenn árlega til þess að berja borgina augum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert