11 aftakan í Texas í ár

Juan Martin Garcia
Juan Martin Garcia Fangelsisyfirvöld í Texas

Ellefta aftakan í Texas fór fram í gærkvöldi er Juan Martin Garcia, 35 ára, var tekinn af lífi. Gracia og þrír aðrir reyndu að ræna Hugo Solano, 32 ára, árið 1998 en Solano neitaði að afhenda þeim peninga sína. Garcia skaut hann því til bana og hirti af honum peningana, alls 8 Bandaríkjadali. Garcia var átján ára.

Lögmenn Garcia reyndu að fá dauðarefsingu breytt í lífstíðarfangelsi og vísuðu meðal annars til þess að hann hafi fengið litla aðstoð lögmanna þegar hann var dæmdur til dauða auk þess sem hann sé ekki heill á geði og því ekki heimilt að taka hann af lífi.

Í viðtali við Garcia nýverið kom fram að Solano hafi varist og gripið í byssuna með báðum höndum. Þá hafi skot hlaupið úr byssunni með þeim afleiðingum að Solano lést.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert