Blatter gert að víkja í 90 daga

Sepp Blatter.
Sepp Blatter. AFP

Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, (FIFA), hefur verið gert að víkja úr embætti í 90 daga. Siðanefnd FIFA kom saman í vikunni til að ræða rannsókn svissneskra yfirvalda sem beinist gegn Blatter, en hann er grunaður um ólöglegt athæfi. Um bráðabirgðaniðurstöðu er að ræða.

Blatter, sem er 79 ára gamall, er sakaður um að hafa undirritað samkomulag sem var FIFA óhagstætt hagsmunum FIFA. Einnig fyrir að hafa látið sambandið greiða Michel Platini, forseta UEFA, 1,5 milljónir punda árið 2011.

Blatter hefur stýrt FIFA frá árinu 1998. Hann og Platini hafa báðir neitað sök. 

Breska ríkisútvarpið hefur eftir nánum vini Blatters að lokaniðurstöðu siðanefndarinnar sé að vænta á föstudag. 

Ekki hefur verið ákveðið hvort Platini verði gert að víkja eður ei. 

Blatter sagði í samtali við þýskt tímarit í dag að búið væri að sakfella hann þrátt fyrir að engin sönnunargögn væru fyrir hendi sem sýndu fram á sekt hans. 

Blatter sagði í lok september, að hann myndi ekki segja af sér sem forseti FIFA. Hann fullyrti að hann hefði „ekkert ólöglegt eða óeðlilegt gert“ sem kallaði á rannsókn yfirvalda. 

Michel Platini.
Michel Platini. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
BÍLAKERRUR NÝ SENDING TIL AFGREIÐSLU
Vorum að fá sendingu af vinsælu HULCO fjölnotakerrunum, sjá fjölda mynda bæði á ...
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
 
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...