„Trump er skíthæll“

Julio Iglesias sést hér kynna nýjustu hljómplötu sína Mexíkó.
Julio Iglesias sést hér kynna nýjustu hljómplötu sína Mexíkó. AFP

Spænski söngvarinn Julio Iglesias ætlar ekki að koma fram í spilavítum sem eru í eigu auðkýfingsins Donalds Trumps vegna afstöðu hans til innflytjenda.

Trump sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og í kosningabaráttunni hefur hann ítrekað talað niður til innflytjenda.

„Ég hef maroft sungið í spilavítum hans en ég mun ekki gera það framar. Hann virðist vera skíthæll (asshole),“ segir  Julio Iglesias í viðtali við spænska dagblaðið La Vanguardia í dag.

„Hann heldur að hann geti reddað heiminum og gleymir því hvað innflytjendur hafa gert fyrir landið hans. Hann er trúður! og ég bið trúða afsökunar á þessum ummælum,“ segir Iglesias, sem er einn þekktasti söngvari heims, í viðtalinu.

Trump sagði í ræðu þann 16. júní að einhverjir mexíkóskir innflytjendur kæmu með eiturlyf og glæpi til Bandaríkjanna og einhverjir þeirra væru nauðgarar. Hann hefur einnig hvatt til þess að ólöglegir innflytjendur verði reknir úr landi í stórum stíl.

Ummæli Trumps hafa ekki alls staðar vakið hrifningu. Þar á meðal ákvað spænsk/bandaríski matreiðslumaðurinn José Andres að hætta við að opna veitingastað á nýju hóteli sem Trump er að reisa. 

Julio Iglesias brosir hér breitt en honum var ekki hlátur …
Julio Iglesias brosir hér breitt en honum var ekki hlátur í huga þegar hann lýsti skoðunum sínum á Donald Trump AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert