Eftir flóðið komu rotturnar

Eftir flóðin miklu í Suður-Frakklandi um síðustu helgi hafa komið nýir gestir á baðströndina í Cannes - rottur sem áður bjuggu í holræsakerfinu.

Á sama tíma og íbúar við suðurströnd Frakklands glímir við eftirköst óveðursins þá berjast rottur í Cannes fyrir lífi sínu en þær streymdur upp úr holræsakerfi borgarinnar þegar upp úr þeim flæddi í úrhellinu.

Er svo komið að ströndin, sérstaklega á vinsælum stöðum meðal ferðamanna, spígspora nú rottur af öllum stærðum og gerðum. Ástæðan fyrir staðarvali þeirra er einföld- þarna finna þær nóg að bíta og brenna.

Eða eins og einn þeirra sem vinnur við hreinsunarstarf í kjölfar óveðursins segir í samtali við Nice Matin: „Það er ekki eins og það séu fleiri rottur en venjulega. Vandinn er að þær hafa komið upp á yfirborðið. Um leið og allt fyllist af vatni neðanjarðar þá koma þær upp í leit að mat því þær geta ekki bara haldið niðri sér andanum.“

Alls létust tuttugu í óveðrinu um helgina, flestir þeirra drukknuðu í bílum sínum inni í göngum og bílakjöllurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert