„Þetta voru einstaklingar“

For­stjóri Volkswagen í Banda­ríkj­un­um, Michael Horn, baðst í dag afsökunar á svind­lhug­búnaðinum sem sýn­ir mun minni meng­un frá út­blæstri dísil­véla en reynd­in er. Búnaðinn er að finna í mörg­um millj­ón­um öku­tækja fram­leiðands. Horn kom frammi fyrir bandarískri þingnefnd í dag en nefndin hefur hafið rannsókn á málinu í Bandaríkjunum. Horn sagðist telja að aðeins „nokkrir hugbúnaðaverkfræðingar“ bæru ábyrgð á hugbúnaðinum.

„Ég skil það þannig að þetta hafi ekki verið ákvörðun fyrirtækisins,“ sagði Horn í dag. „Þetta voru einstaklingar.“

Horn sagði jafnframt að rannsókn málsins væri í fullu gangi en það myndi taka tíma að fá heildarmynd á hvað gerðist nákvæmlega.

Þingmenn nefndarinnar fordæmdu í dag það að yfirmenn Volkswagen hafi vitað af hugbúnaðinum lengi áður en malið komst upp. Horn hefur viðurkennt að hafa fengið upplýsingar um búnaðinn vorið 2014.

Umfjöllun The Wallstreet Journal

„Ég skil það þannig að þetta hafi ekki verið ákvörðun …
„Ég skil það þannig að þetta hafi ekki verið ákvörðun fyrirtækisins,“ sagði Horn í dag AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert