Ekki í lífshættu

Spencer Stone, einn þriggja Bandaríkjamanna sem yfirbuguðu árásarmann í lest í Frakklandi í sumar, er ekki í lífshættu en hann er þungt haldinn eftir árás aðfaranótt fimmtudags.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Stone, 23 ára, stunginn í fjórgang þegar hann kom konu til bjargar í Sacramento í Kaliforníu. Stone var að fara af bar ásamt Ken Berndard félaga sínum þegar hann reyndi að aðstoða konu sem hópur karla var að áreita. 

Að sögn Bernards var Stone tvær klukkustundir á skurðarborðinu en hann er ekki í lífshættu. Hann er hins vegar með mjög alvarlega áverka. Tveggja asískra karla er leitað í tengslum við árásina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert