Menga meira en prófanir segja

Núverandi útblásturspróf mæla ekki raunverulega losun bíla þegar þeir eru …
Núverandi útblásturspróf mæla ekki raunverulega losun bíla þegar þeir eru komnir út á göturnar. AFP

Rannsóknir á raunverulegri losun dísilbíla sýna fram á að losun bíla frá Mercedez-Benz, Honda, Mazda og Mitsubishi menga umtalsvert meira á götum úti en í opinberum prófunum. Allir bílarnir stóðust prófin án þess að nokkuð bendi til þess að þeir hafi verið búnir svindlbúnaði eins og bílar Volkswagen.

Í prófununum sem gerðar eru við raunverulega keyrslu sem fyrirtækið Emissions Analytics hefur gert á losun nokkurra bílategunda kemur í ljós að sumar tegundir Honda losa sex sinnum meira af nituroxíði en leyfilegt er. Sumir fjórhjóladrifnir bílar framleiðandans losi tuttugu sinnum meira. Raunveruleg losun bifreiða hinna framleiðandanna er einnig meiri en reglur kveða á um.

Nick Molden frá Emissions Anlytics segir að hneykslið vegna svindls Volkswagen á útblástursprófum í Bandaríkjunum varpi ljósi á annað vandamál í Evrópu sem sé of mikil losun mengandi efna sem standist engu að síður lög. Bílarnir sem fyrirtækið hefur prófað hafi þannig staðist útblásturspróf Evrópusambandsins en þau séu ekki nógu ströng.

„Þetta er kerfisbundið vandamál,“ segir Molden um bílaiðnaðinn.

Prófin sem fyrirtæki hann setti bílana í gegnum líkist mjög nýjum prófum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill taka upp.

Frétt The Guardian um löglega umframlosun bílaframleiðenda

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert