Sprengdu upp fiskmarkað og flóttamannabúðir

Frá vettvangi árásar Boko Haram í Nígeríu í júlí.
Frá vettvangi árásar Boko Haram í Nígeríu í júlí. AFP

Að minnsta kosti 37 létu lífið þegar að þrjár sprengjur sprungu í Tsjad í dag. Talið er að hryðjuverkasamtökin Boko Haram séu á bakvið árásirnar sem áttu sér allar stað í borginni Baga Sola sem stendur við Tsjad-vatn.

Að minnsta kosti 52 særðust í árásunum. Ein sprengjan sprakk á fiskmarkaði og hinar tvær í flóttamannabúðum í útjaðri borgarinnar.

Fyrir helgi var sagt frá því að Muhammadu Bu­hari, for­seti Níg­er­íu, hafi gefið hers­höfðingj­um sín­um þrjá mánuði til þess að stöðva Boko Haram en að minnsta kosti 17.000 manns hafa látið lífið í árás­um þeirra frá ár­inu 2009.

Rúm­lega 1.260 hafa látið lífið síðan hann tók við embætti 29. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert