Um 30 látnir í Tyrklandi

Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir og 126 særðir eftir að tvær sprengingar áttu sér stað í friðargöngu í tyrknesku höfuðborginni Ankara í morgun. Kemur þetta fram í tilkynningu frá tyrkneska innanríkisráðuneytinu.

Stjórnvöld í Tyrklandi telja að sprengingarnar hafi verið árás hryðjuverkamanna. „Okkur grunar að það séu tengsl við hryðjuverkamenn,“ hefur fréttaveita AFP eftir ónafngreindum heimildarmanni úr röðum ríkisstjórnarinnar.

Stjórn­ar­andstaðan hafði skipu­lagt fjölda­fund til að kalla eft­ir því að stjórn­völd bindi enda á of­beldi gegn PKK, sem er upp­reisn­ar­hóp­ur tyrk­neskra Kúrda. HDP-flokk­ur­inn, sem nýt­ur stuðnings margra Kúrda í Tyrklandi, er á meðal þeirra flokka sem komu að því að skipu­leggja friðargöng­una.

Skjóta til að tvístra mótmælendum

Átti hún að hefjast klukk­an 12 að staðar­tíma við aðallestarstöð borgarinnar. Fjöldi fólks var þó þegar kominn saman er sprengingarnar áttu sér stað, klukkan rúmlega 11 að staðartíma.

Tyrkneska lögreglan hefur gripið til þess ráðs að skjóta úr byssum sínum í loftið til að reyna að tvístra mótmælendum á svæði árásarinnar, samkvæmt fréttaritara AFP. Kölluðu þeir lögreglumennina morðingja en hurfu á brott eftir að öryggissveitir skárust í leikinn.

Sjá frétt mbl.is: Sprengingar í Ankara

Manneskja sem særðist í árásinni fær huggun þar sem hún …
Manneskja sem særðist í árásinni fær huggun þar sem hún liggur ofan á fána sem nota átti í friðargöngunni. AFP
Þátttakendur í friðargöngunni liggja í valnum eftir árásina í morgun.
Þátttakendur í friðargöngunni liggja í valnum eftir árásina í morgun. AFP
Konu er komið til aðstoðar í kjölfar sprenginganna.
Konu er komið til aðstoðar í kjölfar sprenginganna. AFP
Að minnsta kosti þrjátíu létust af völdum sprenginganna.
Að minnsta kosti þrjátíu létust af völdum sprenginganna. AFP
Særð manneskja flutt í burtu frá vettvangi.
Særð manneskja flutt í burtu frá vettvangi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert