Utanríkisráðherra Thatchers látinn

Geoffrey Howe var ráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher.
Geoffrey Howe var ráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher.

Fyrrum fjármála- og utanríkisráðherra Bretlands, Geoffrey Howe, er látinn 88 ára að aldri, líklega af völdum hjartaáfalls. Howe var ráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher en hann er af mörgum talinn hafa átt stóran þátt í að binda endi á stjórnmálaferil hennar, þegar hann sagði sig úr ríkisstjórninni í nóvember árið 1990.

Fjölskylda Howe segir í tilkynningu að hann hafi látist í nótt á heimili sínu í Warwickshire.

Forsætisráðherra Breta, David Cameron, segir Howe hafa verið „þögla hetju fyrstu ríkisstjórnar Thatchers“ og „góðhjartaðan, mildan og djúpt þenkjandi mann“.

Þá sagði Cameron að hann og George Osborne, núverandi fjármálaráðherra, hefðu notið visku hans og ákveðni í að bæta hag Bretlands. „Íhaldsfjölskyldan hefur misst einn af hennar merkustu mönnum. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans.“

Geoffrey Howe was a kind, gentle and deeply thoughtful man - but at the same time he had huge courage and resolve. His...

Posted by David Cameron on Saturday, October 10, 2015



Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík. Matthías Á. Mathiesen ásamt Geoffrey …
Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík. Matthías Á. Mathiesen ásamt Geoffrey Howe.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert