Lifði á maurum í sex daga

Reg Foggerdy komið til bjargar
Reg Foggerdy komið til bjargar AFP

Rúmlega sextugur maður sem týndist í óbyggðum Ástralíu í sex daga hélt sér á lífi með því að borða maura í brennandi hitanum án vatns.

Reg Foggerdy, 62 ára, hvarf  í veiðiferð þann 7. október í Goldfields. Þegar hann kom ekki fram hafði fjölskylda hans samband við lögreglu og fann hún hann í um 15 km fjarlægð frá þeim stað sem hann hvarf á.  

Yfirmaður í lögreglunni í Goldfields, Andy Greatwood, segir að Foggerdy hafi setið undir sama tré í tvo daga án vatns. Hann hafi borðað svarta maura og haldið lífi með því. Greatwood segir að þetta hafi verið það eina rétta sem Foggerdy gat gert í stöðunni, að halda kyrru fyrir og borða maura. Mjög litlar líkur eru á að lifa af í slíkum hita og án vatns. 

Foggerdy þjáðist af gífurlegri ofþornun og ofskynjunum. En eftir að hafa fengið aðstoð er hann að hressast og getur tjáð sig, segir Greatwood en Foggerdy fannst í morgun. 

Eiginkona hans Arlyn segir það kraftaverk að hann skyldi lifa af en systir hans bendir á að hann sé alvanur því að takast á við mjög erfiðar aðstæður.

Reg Foggerdy
Reg Foggerdy AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert