Vilja „tryggja öryggi og reglu“

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Þýsk stjórnvöld hafa tilkynnt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að þau hafi í hyggju að framlengja landamæraeftirlit sitt gagnvart öðrum ríkjum sambandsins um 20 daga eða fram til 1. nóvember í því skyni að „tryggja öryggi og reglu“ í ljósi „gríðarlegs, stjórnlauss og viðvarandi flæði fólks“ frá öðrum ríkjum.

Þjóðverjar tóku upp hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum ríkjum Evrópusambandsins í síðasta mánuði. Heimilt er að taka tímabundið upp slíkt eftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-samstarfsins sem telur EFTA-ríkin og ríki sambandsins utan sex. Fréttavefurinn Euobserver.com greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert