Breivik í mál við ríkið

Anders Behring Breivik fyrir rétti árið 2012.
Anders Behring Breivik fyrir rétti árið 2012. AFP

Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur frestað fyrirhuguðu hungurverkfalli sínu vegna aðstæðna í fangelsinu þar sem hann dvelur. Breivik hefur sagt aðstæðurnar líkar pyntingum og hefur nú höfðað mál gegn norska ríkinu vegna þeirra.

Eins og mbl.is hafði greint frá höfðu norsk fangelsisyfirvöld ekki ætlað að grípa inn í hungurverkfall Breivik enda er ólöglegt að neyða fanga til að neyta fæðu. Því hafi Breivik einfaldlega getað svelt sig í hel en hann hefur nú frestað hungurverkfallinu fram yfir réttarhöldin.

„Hann er að einbeita sér að réttarhöldunum. Hann er ekki í hungurverkfalli sem stendur,“ sagði lögmaður Breivik, Oystein Storrvik í samtali við AFP.

„Við teljum að verið sé að brjóta á réttindum hans. Hann er einangraður frá öðrum föngum, frá öðru fólki og á einungis samskipti við heilbrigðisstarfsfólk og verði.“

Mál Breivik gegn ríkinu verður tekið fyrir í mars. Breivik er í fangelsi fyrir að morðið á 77 manns með sprengjutilræði í Osló og skotárás í Útey. Hann hlaut 21 árs fangelsisdóm sem getur verið framlengdur svo lengi sem hann er talinn ógn við samfélagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert