Hákarlar réðust á tvo menn

AFP

Tilkynntar hafa verið tvær árásir hákarla á Hawaii. Báðar áttu þær sér stað við eyjuna Oahu.

Önnur árásin átti sér stað í gærmorgun. 44 ára karlmaður var að synda í sjónum áleiðis út í litla eyju er hákarlinn réðst á hann. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús alvarlega slasaður á fæti. 

Á ferðamannastaðnum Waikiki varð önnur árás. 33 ára karlmaður varð fyrir árás hákarls í gærkvöldi. Hann var bitinn í fótinn og sendur á sjúkrahús með alvarlega áverka. 

„Meiðsli hans voru mikil, báðir fætur hans við ökkla rétt héngu þarna,“ segir Joey Montano, íbúi á svæðinu, sem varð vitni að fyrri árásinni. 

Um 40 tegundir hákarla halda til í sjónum við Hawaii. 

Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert