Neita listamanninum um Lego-kubba

Kínverski listamaðurinn Ai Weiwei.
Kínverski listamaðurinn Ai Weiwei. AFP

Í september sl. tilkynngi leikfangaframleiðandinn Lego listamanninum Ai Weiwei að magnpantanir hans á Lego-kubbum yrðu ekki afgreiddar þar sem fyrirtækið samþykkti ekki að Lego væri notað í pólitísk verk.

Ásökun listamannsins, sem hann birti á Instagram, kemur á hæla fregna af því að breska fyrirtækið Merlin Entertainment hyggist opna Legoland-skemmtigarð í Shanghai í samstarfi við kínverska aðila.

Fyrirætlun Merlin var tilkynnt á meðan forseti Kína, Xi Jinping, var staddur í opinberri heimsókn í Bretlandi.

Listamaðurinn hugðist nota Lego-kubbana í listaverk sem átti að fara á sýningu í National Gallery of Victoria í Ástralíu síðar á þessu ári. Samkvæmt Guardian er ekki vitað til þess að fyrirtækið hafi áður neitað að afgreiða magnpantanir af pólitískum ástæðum.

Ai Weiei hefur áður notað Lego í listsköpun sinni en verkið Trace samanstendur af pixluðum myndum af fleiri en 175 „samviskuföngum“, þeirra á meðal Nelson Mandela, Edward Snowden og kínverska andófsmanninum og Nóbelsverðlaunahafanum Liu Xiabao.

Lego hefur sótt fram í Asíu síðustu misseri, á sama tíma og sala hefur dregist saman í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert