Alls engin apakattaleikur

Baráttan við Bakkus er aldrei auðveld og hún var það sannarlega ekki fyrir Nicolas, sem varð að taka þunglyndislyf til að takast á við fráhvarfseinkennin. Þökk sé meðferðarmiðstöð í Chile hefur Nicolas þó náð bata og gerir nú það sem hann gerir best; að vera api.

Nicolas er hettuapi en honum var bjargað eftir að hafa verið misþyrmt af eigendum sínum; verslunareigendum í höfuðborginni Santiago. Þeir skemmtu sér m.a. við að kenna Nicolas að reykja og gefa honum áfengi.

„Þeim þótti skemmtilegt að sjá viðbrögð hans þegar hann drakk. Hann varð agressívari og það fannst þeim fyndið,“ segir dýralæknirinn Nicole Rivera.

Nicolas var svo oft neyddur til að drekka að hann varð háður áfenginu.

Nicolas er laus við áfengissýkina en mun verja lífi sínu …
Nicolas er laus við áfengissýkina en mun verja lífi sínu innan girðingar, þar sem hann gæti ekki spjarað sig úti í náttúrunni. AFP

Í dag er apinn litli, sem verður feiminn þegar ljósmyndarar reyna að mynda hann, einn af 150 smygluðum dýrum sem dvelja á endurhæfingastöð fyrir prímata í Penaflor, eftir að hafa mátt sæta mismiklum mismþyrmingum.

Hann er í bataferli eftir að hafa gengist undir áfengismeðferð, áþekkri þeim meðferðum sem mannfólkið gengst undir vegna áfengisfíknar.

„Alkóhól, sígarettur og eiturlyf eru algengustu efnin sem [slæmir eigendur] gefa öpum þar sem þeir sjá það sem leik,“ segir Rivera.

Einum apa var kennt að stela eðalsteinum af fólki úti á götu en annar var látinn gangast undir hormónameðferð á tilraunastofu. Margir apanna á endurhæfingastöðinni bera ör eftir misnotkun, t.d. sár eftir þröngar ólar.

Fyrir aldamót voru apar vinsælustu exótísku gæludýrin, nú eru það …
Fyrir aldamót voru apar vinsælustu exótísku gæludýrin, nú eru það eðlur og slöngur. AFP

„Hér læra apar að vera apar,“ segir stofnandi miðstöðvarinnar, Elba Munoz, sem hefur elskað dýr frá barnsaldri og rekur miðstöðina með fjölskyldu sinni.

„Þegar þeir eru á ofbeldisfullum heimilum eru þeir ekki apar, þeir læra ekki eðlilega hegðun tegundar sinnar. Þannig að þeir eru ekki apar. Og þeir eru ekki heldur börn. Þeir eru ekkert,“ sagði Munoz í samtali við AFP.

Hún stofnaði miðstöðina árið 1994, eftir að hafa tekið að sér apa. Henni varð ljóst að mörg dýr sættu hörmulegri meðferð af höndum smyglara og eigenda.

Dýralæknirinn Nicole Rivera meðhöndlar hettuapa.
Dýralæknirinn Nicole Rivera meðhöndlar hettuapa. AFP

Dýrasmygl er viðvarandi vandamál í Chile, þar sem exótísk dýr eru stöðutákn. Viðurlög eru allt að 60 daga fangelsi og sektir. Apar voru vinsælasti „varningurinn“ fyrir aldamót og á hæla þeirra fylgdu framandi fuglar. Í dag vilja allir eignast eðlur og slöngur, segir Carlos Munoz, sem fer fyrir deild sem rannsakar umhverfisglæpi.

„Eðlumarkaðurinn er risastór í Chile,“ segir hann. Þá séu viðskipti með apa enn vandamál. Munoz segir ólöglegt dýrahald skaðlegt bæði dýrum og mönnum, en aparnir geta smitað menn af hundaæði og berklum og eðlur geta borið með sér salmonellu.

Meðal þeirra eigenda sem eru af verri sortinni er vinsælast …
Meðal þeirra eigenda sem eru af verri sortinni er vinsælast að gefa öpunum áfengi, sígarettur og eiturlyf. Aparnir á meðferðarmiðstöðinni bera merki misnotkunar, t.d. sár og illa farinn feld. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert