Carter lætur ekki krabbameinið stöðva sig

Jimmy Carter og eiginkona hans Rosalynn skelltu sér á hafnarboltaleik …
Jimmy Carter og eiginkona hans Rosalynn skelltu sér á hafnarboltaleik í september. AFP

Jimmy Carter fyrrum forseti Bandaríkjanna, lét ekki aldurinn eða krabbameinið stöðva sig í dag þegar hann tók til hendinni ásamt öðrum sjálfboðaliðum góðgerðarsamtakanna Habitat for Humanity í Tennessee. Carter hefur lengi verið einn af sjálfboðaliðum samtakanna og hjálpaði hann við að byggja heimili í Memphis í dag, með sitt eigið verkfærabelti og hvítan öryggishjálm.

Carter, sem er 91 árs, greindist með krabbamein í heila og lifur fyrr á þessu ári og er nú í lyfjameðferð. Hann sagði í samtali við fjölmiðla að hann hafi ekki þurft að breyta áætlunum sínum vegna krabbameinsins. „Ég veit að ég mun þurfa að gera það, ef krabbameinið þróast, en við vitum ekki enn hvað kemur út úr lyfjameðferðinni,“ sagði Carter.

Samkvæmt frétt NBC var Carter eldhress og fimur á byggingasvæðinu í dag þar sem hann fór á milli verkefna. Mætti hann á staðinn snemma, vopnaður hamri, málbandi og blýanti. Eiginkona hans, Rosalynn Carter var einnig með hamar og hjálpaði til. Hún er 88 ára gömul.

Carter hefur starfað með Habitat for Humanity í rúmlega þrjátíu ár. Síðan hann flutti út úr Hvíta húsinu árið 1981 hefur hann og eiginkona hans ekið þátt í 3,943 byggingaverkefnum samtakanna í 14 löndum. Samtökin hafa hjálpa fimm milljón manns með viðgerðir og endurbyggingar.

„Þegar ég er að vinna vill ég ekki vera truflaður,“ sagði hann brosandi við blaðamann á sunnudaginn. „Ég vill ekki að aðrir sjálfboðaliðar komi og taki myndir af sér með mér því þá eru þeir ekki að vinna á meðan og ég ekki heldur.“

Forstjóri Habitat for Humanity, Jonathan Reckford, segir að vinnusemi Carter hafi ekki breyst eftir að hafa greinst með krabbamein. „Mér finnst hann líta vel út og hljóma vel. Og hann er mjög einbeittur,“ sagði Reckford.

Carter fór í eina geislameðferð sem beint var að fjórum æxlum í heila hans í ágúst. Síðan fór hann í fjórar meðferðir af Keytruda sem er nýlega samþykkt lyf sem hjálpar ónæmiskerfi hans að finna krabbameinsfrumur. Hann segist ætla að halda áfram að fá lyfið en að það sé of snemmt sé að segja til um áhrifin.

Hann segir líkama sinn hafa brugðist vel við meðferðunum. „Mér hefur ekki liðið óþægilega eða illa eftir þær. Það var léttir.“

Að sögn Carter er besta augnablikið í starfi hans fyrir samtökin þegar hann afhendir eigendum heimilisins lyklana og Biblíu áður en þau flytja inn. Segir hann að það sé alltaf tilfinningarík stund.

Fyrri fréttir mbl.is:

Carter með krabbamein í heila

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert