Salah Abdeslam enn á flótta

Hermenn standa vaktina fyrir framan aðallestarstöðina í Brussel í Belgíu.
Hermenn standa vaktina fyrir framan aðallestarstöðina í Brussel í Belgíu. AFP

16 manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu og hersins í Belgíu í kvöld. Leitin að Salah Abdeslam heldur áfram. Á morgun verður ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim sem handteknir voru. 

Engin vopn eða sprengiefni fundust í aðgerðunum. Nítján húsleitir voru gerðar í Brussel og tvær í Charleroi. Tvisvar var hleypt af byssu við aðgerð lögrelgu í Molenbeek, hverfi í Brussel þar sem nokkrir árasarmannanna bjuggu. 

Þetta kom fram á blaðamannafundi í Belgíu rétt í þessu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert