Þóttist eiga von á barni

Barnið hefur fengið nafnið Jenasis.
Barnið hefur fengið nafnið Jenasis. AFP

Ashleigh Wade, rúmlega tvítug kona sem grunuð er um að hafa stungið æskuvinkonu sína til bana og fjarlægt ófætt barn úr legi hennar, hafði um nokkurn tíma reynt að láta líta út fyrir að hún ætti von á barni. Þegar hún var færð í gæsluvarðhald á föstudagskvöld öskraði hún að barnið væri hennar.

Angelikque Sutton var komin tæplega níu mánuði á leið þegar hún var myrt. Lík hennar fannst í blóðpolli á heimili Wade. Barnið lifði og hefur fengið nafnið Jenasis. Rannsóknir hafa leitt í ljós að Sutton var móðir barnsins.

Wade hafði nýlega sett sig í samband við Sutton en þær voru æskuvinkonur. Að undanförnu hafði hún meðal annars deilt sónarmyndum á Facebook. Kærasti hennar, sem er ekki grunaður í málinu, skildi eftir athugasemd við myndina og sagðist ekki geta beðið eftir að hitta barnið. Þá deildi hún einnig myndum af barnafötum sem búið var að brjóta snyrtilega saman.

Frétt mbl.is: Skar barn úr legi konunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert