Cameron og Hollande í Bataclan

Við Bataclan tónleikahöllina í París. Eins og sést á myndinni …
Við Bataclan tónleikahöllina í París. Eins og sést á myndinni hafa Íslendingar komið fyrir íslenska fánanum í minningu þeirra sem voru drepnir í árásinni AFP

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron og forseti Frakklands, François Hollande, heimsóttu í morgun Bataclan-tónleikahöllina í París þar sem 90 voru drepnir í hryðjuverkaárás 13. nóvember.

Cameron segir í færslu á Twitter að hann hafi staðið við hlið Hollande í höllinni og þeir minnst hugrekkis frönsku þjóðarinnar í kjölfar hryðjuverkanna.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert