Fimm særðust í árás í Minneapolis

AFP

Fimm særðust í skotárás sem gerð var á mótmælafundi í Minneapolis seint í gærkvöldi en á fundinum var mótmælt drápi lögreglu á svörtum manni. Lögregla leitar þriggja hvítra karla sem flúðu af vettvangi en þeir eru grunaðir um að hafa skotið á fólkið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er enginn þeirra sem særðust í lífshættu. Ekki hefur fengist staðfest gagnvart hverjum árásin beindist en einhverjir fjölmiðlar herma að um kynþáttahatur hafi verið að ræða.

Svo virðist sem hópur fólks hafi komið saman til þess að mótmæla dauða 24 ára gamals manns, Jamar Clark, sem var skotinn til bana af lögreglu 15. nóvember. Yfirvöld segja að um óhapp hafi verið að ræða er lögreglumaður lenti í átökum við Clark en vitni herma að Clark hafi verið í handjárnum þegar hann var skotinn til bana. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert