Gíslataka í Frakklandi

Franska lögreglan að störfum í Roubaix í kvöld.
Franska lögreglan að störfum í Roubaix í kvöld. AFP

Einn eða fleiri vopnaðir menn hafa tekið gísla í bænum Roubaix í norðurhluta Frakklands. Yfirvöld á staðnum staðfesta þetta en ekki hefur enn komið í ljós hvort tenging sé við árásirnar í París fyrir tveimur vikum.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu bæjarstjórans segir að gerendur í málinu hafi framið rán áður en þeir tóku gíslana. Sérsveit lögreglunnar hefur verið kölluð út vegna málsins.

Roubaix er rétt við frönsku og belgísku landamærin, en bærinn er beint norður af París og til vesturs frá Brussel.

Uppfært kl 19:59:

Samkvæmt upplýsingum The Guardian létu íbúar vita af skothljóðum í kringum klukkan sjö í kvöld, en búið er að loka hverfið sem gíslatakan á sér stað í af. Samkvæmt heimildum Reuters er það bankastjóri og fjölskylda hans sem er haldið sem gíslum. 

Guardian hefur það eftir lögreglumönnum að engin tenging sé á milli hryðjuverkanna í París og gíslatökunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert