Hætta að fljúga til Sínaí

EasyJet
EasyJet AFP

Breska flugfélagið Easyjet hefur hætt við allar flugferðir til og frá orlofsstaðnum Sharm el-Sheikh á Sínaí-skaga þangað til á næsta ári. Um er að ræða öryggisráðstöfun vegna þess að rússnesk herflugvél var skotin niður af tyrkneska hernum í morgun.

Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að undanfarnar vikur hafa komið upp tilvik þar sem flugöryggi á þessari leið er ekki talið fulltryggt. Ekkert flug verði því á vegum EasyJet til og frá Sharm el-Sheikh þangað til 6. janúar. Áður hafði öllu flugi þangað verið aflýst til 25. nóvember en farþegar aftur á móti fluttir til síns heima sem þegar voru komnir á staðinn.

Bretar aflýstu öllu flugi til Sínaí-skaga tímabundið eftir að rússnesk farþegaþota fórst skömmu eftir flugtak í Egyptalandi. Í ljós kom að Ríki íslams hafði komið fyrir sprengju í flugvélinni og fórust allir um borð, 224 manns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert