Uppselt á afmælishátíðina

Elísabet drottning verður níræð 21. apríl nk.
Elísabet drottning verður níræð 21. apríl nk. AFP

Miðar á hátíðarhöld í tilefni 90 ára afmælis Elísabetar Bretadrottningar seldust upp á klukkustund. Alls voru 25.000 miðar í boði og kostuðu þeir allt að 165 pund. Elísabet á afmæli 21. apríl en hátíðarhöldin fara fram 12.-15. maí nk.

Drottningin sjálf mun láta sjá sig á lokadegi fagnaðarlátanna en ágóði af sölu miðanna rennur til góðgerðarmála. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða geta sótt um eitt af 5.000 ókeypis stæðum, þar sem hægt verður að fylgjast með á skjá og berja þekkta gesti augum.

Meðal þátttakenda í atriðum verða 900 hestar og 1.500 listamenn; dansarar, tónlistarfólk og leikarar víðsvegar að úr heiminum. Þá munu 100 sekkjapípuleikarar þenja belginn.

Fregnir herma að hinum eiginlega afmælisdegi hyggist drottningin verja með sínum nánustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert