Yfirvöld í Sýrlandi fordæma árásina

Það virðist vera afstaða stjórnvalda í Damaskus að Tyrkir séu …
Það virðist vera afstaða stjórnvalda í Damaskus að Tyrkir séu á bandi hryðjuverkamanna. AFP

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt árás Tyrkja á rússneska herþotu og segja hana ógnun gegn yfirráðum Sýrlands yfir eigin landsvæði og til marks um stuðning Tyrkja við hryðjuverkamenn.

Ríkisfréttastofan SANA hafði eftir heimildarmanni innan sýrlenska hersins að hin vinveitta rússneska herþota hefði verið skotin niður á sýrlensku yfirráðasvæði, þar sem hún var á bakaleið eftir aðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslam.

Heimildarmaðurinn sagði atvikið taka af allan vafa um að tyrneska ríkisstjórnin væri á bandi hryðjuverkasveita. Stjórnvöld í Ankara hafa viðurkennt að hafa skotið vélina niður en borið því við að hún hafi flogið inn í tyrkneska lofthelgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert