Abaaoud fór aftur að Bataclan

89 manns féllu í Bataclan-tónleikahöllinni.
89 manns féllu í Bataclan-tónleikahöllinni. AFP

Abdelhamid Abaaoud, höfuðpaurinn í hryðjuverkaárásunum í París í Frakklandi fyrr í mánuðunum, fór aftur að Bataclan-tónleikahöllinni á meðal lögregla var enn á svæðinu. Þetta segir Francois Molinsm, saksóknari í París.

Hann segir farsímagögn sýna að Abaaoud hafi farið aftur að höllinni á meðan lögregla vann að því að bjarga gíslunum þaðan. Áttatíu og níu manns voru skotnir til bana í höllinni. Gögnin sýna að hann lagði leið sína að neðanjarðarlestunum en sneri svo aftur að höllinni skömmu síðar.

Gögn úr síma, sem talinn er hafa verið í eigu Abaaoud, sýna að hann fór um tíunda, ellefa og tólfta hverfi, þ.e. mjög nálægt höllinni. „Því ályktum við að Abaaoud hafi snúið aftur eftir árásirnar á kaffihús og veitingastaði í tíunda og ellefta hverfi,“ segir Molinsm í samtali við fjölmiðla.

Talið er að Abaaoud hafi verið að undirsbúa sjálfsvígsárásir í viðskiptahverfinu nokkrum dögum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert