Banna rússneskt flug yfir Úkraínu

Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu.
Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu. AFP

Stjórnvöld í Úkraínu bönnuðu í dag ferðir rússneskra farþegaflugvéla um úkraínska lofthelgi. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Rússar tilkynntu að þeir ætluðu að skrúfa fyrir gasleiðslur frá Rússlandi til Úkraínu en sú ákvörðun tekur gildi á morgun.

Fram kemur í frétt AFP að Arsenij Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu, hafi réttlætt flugbannið með þeim orðum að Rússar gætu notað úkraínska lofthelgi til þess að ögra Úkraínumönnum. Málið snerist um þjóðaröryggi og væri svar til Rússa vegna „ögrandi framgöngu“ þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert