Jarðskjálfti upp á 6,7 stig í Brasilíu

Jarðskjálfti upp á 6,7 stig reið yfir vesturhluta Brasilíu í morgun, samkvæmt upplýsingum frá bandarísku jarðskjálftamiðstöðinni (USGS). Þrátt fyrir að skjálftinn hafi verið harður þá var hann á miklu dýpi.

Jarðskjálftinn reið yfir klukkan 00:25 að staðartíma, klukkan 5:45 að íslenskum tíma. Upptök hans voru á 604 km dýpi í um 80 mílna fjarlægð suðvestur af bænum Tarauaca. Ekki hefur verið tilkynnt um neinar skemmdir af völdum skjálftans eða meiðsl á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert