Mannleg mistök ástæða árásarinnar

AFP

Mjög er þrýst á að fram fari alþjóðleg rannsókn á loftárásum Bandaríkjahers á sjúkrahús Samtakanna læknar án landamæra (MSF) í Kunduz í Afganistan í byrjun október.

Bandaríkjaher viðurkenndi hörmuleg en um leið mistök sem hægt hefði verið að forðast. Herinn vill hins vegar ekki segja til um hvort fram fari sjálfstæð rannsókn á atvikinu sem kostaði 30 manns lífið.

MSF gangrýndi Bandaríkjaher harkalega í gær fyrir alvarleg mistök eftir að bandarískur herforingi í Afganistan sagði að árásin 3. október á sjúkrahúsið í Kunduz hafi verið gerð vegna mannlegra mistaka.

Vegna árásarinnar neyddust samtökin til þess að loka sjúkrahúsinu, því eina af þessu tagi í héraðinu. Meðal þeirra sem störfðuðu á vegum MSF í Kunduz er Helena Jónsdóttir, sálfræðingur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert