Neita viðskiptum við Ríki íslams

AFP

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, neitar því að Tyrkir eigi í viðskiptum við Ríki íslams, líkt og Rússar halda fram. Á sama tíma hótar Rússar því að beita Tyrki efnahagsþvingunum.

Erdogan segir að Tyrkir kaupi ekki olíu af Ríki íslams líkt og stjórnvöld í Rússlandi halda fram. „Afstaða okkar gegn Daesh (Ríki íslams) hefur verið afdráttarlaus allt frá upphafi,“ segir Erdogan. Um það sé engin spurning og bætir við að enginn hafi rétt á að bera slíkar sakir á þjóð hans.

Forseti Frakklands, François Holland, mun eiga fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, síðar í dag þar sem baráttan við Ríki íslams verður rædd. En Hollande reynir nú að koma á breiðri samstöðu um að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum eftir árásina í París.

Hollande hefur þegar tryggt sér stuðning Breta en David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kynnti málið fyrir breska þinginu í dag þar sem hann leggur til að Bretar taki þátt í loftárásum í Sýrlandi. Ekki sé hægt að hafna því að tryggja öryggi bandamanna. Hann segir að því lengur sem Ríki íslams fái að hreiðra um sig í Sýrlandi því meiri verði ógnin fyrir Bretland. 

Forsætisráðherra Rússlands, Dmitrí Medvedev, segir að ríkisstjórn Rússlands sé að vinna að gerð áætlunar umað  beita efnahagsþvingunum gagnvart Tyrkjum vegna rússnesku herflugvélarinnar sem var skotin niður á landamærum Sýrlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert