Abdeslam var „frekar stressaður“

Þess var minnst í Frakklandi í dag að hálfur mánuður …
Þess var minnst í Frakklandi í dag að hálfur mánuður er liðinn frá voðaverkunum í París. AFP

Maðurinn var sem ók Salah Abdeslam, manninum sem enn er leitað að í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í Frakklandi fyrr í mánuðinum, daginn eftir vissi ekki af tengslum hans við voðaverkin.

Ali Oulkadi er rúmlega þrítugur. Hann var handtekinn og síðar ákærður fyrir að hafa aðstoðað Abdeslam og að hafa tekið þátt í starfi hryðjuverkahóps og hryðjuverkum þeirra. Hann hefur formlega neitað sök í málinu og vill að Abdeslam verði handtekinn.

„Enginn vissi að Abdeslam væri eftirlýstur, Oulkadi vissi það ekki,“ sagði lögfræðingur mannsins í samtali við fjölmiðla í dag eftir að Oulkadi kom fyrir dómara. Segir hann skjólstæðing sinn hafa fengið símtal um hádegisbil laugardaginn 14. nóvember sl. frá vini sínum sem bað hann um að sækja sig til Laeken í norðvesturhluta Brussel og skutla sér til Schaerbeek.

Þegar hann kom á staðinn var vinur hans með öðrum manni sem Oulkadi þekkti ekki strax þar sem hann hafði dregið húfuna niður að augum. Þegar í bílinn var komið áttaði hann sig aftur á móti á því að Salah Abdeslam var í bílum. Oulkadi var einn af bestu vinum eldri bróður Abdeslam, Brahim.

Að sögn lögfræðingsins var Abdeslam „frekar stressaður“. Sagði hann að Brahim hefði myrt fólk og sprengt sjálfan fyrir upp. Brá Oulkadi verulega við þessar fréttir.

Salah Abdeslam er á flótta undan lögreglu.
Salah Abdeslam er á flótta undan lögreglu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert