Slakað á undir glymi sírena

Skotmarkið er Raqa
Skotmarkið er Raqa AFP

Sírenur hljóma yfir sýrlensku borginni Raqa, þar sem samtökin Ríki íslams ráða ríkjum, í hvert skipti sem herþotur nálgast. Það þýðir að vígamennirnir yfirgefa stöðu sína og ökutæki í öruggt skjól. Þetta segir fólk sem berst gegn Ríki íslams en ríki undir forystu Bandaríkjahers og Rússar hafa gert ítrekaðar loftárásir á borgina undanfarna mánuði. Árásunum hefur fjölgað mjög undanfarnar vikur eftir að rússneskri farþegaþotu var grandað yfir Sínaí-skaga og árásirnar í París fyrir tveimur vikum.

„Sírenurnar eru á þökum hárra bygginga, á torgum og á götum úti,“ segir Taym Ramadan, íbúi í Raqa og baráttumaður gegn ofríki Ríkis íslams.

„Þegar herþota kemur inn í lofthelgi Raqa byrja sírenurnar að hringja til þess að vara liðsmenn Ríkis íslams við,“ segir Ramadan sem tilheyrir hópnum, „Raqa is Being Slaughtered Silently“ (Það er verið að slátra Raqa hljóðlega)

„Um leið og þeir heyra í sírenum yfirgefa þeir stöðvar sínar.“ „Einhverjir hafa jafnvel sést yfirgefa ökutæki sín á miðjum vegi til þess að komast í skjól,“ bætir hann við.

Annar aðgerðarsinni, sem kennir sig við borgina, Abu Sham al-Raqa, bætir við að að í hvert skipti sem flugvél fljúgi yfir fari sírenur í gang til þess að vara vígamennina og íbúana við. Vandamálið sé að loftárásirnar séu jafnt á degi sem nóttu.

Ríki íslams hefur farið með völdin í Raqa frá því í janúar 2014 eftir harða bardaga við aðra vígahópa sem höfðu náð borginni á sitt vald í mars 2013.

Samtökin Raqa is Being Slaughtered Silently hafa haldið utan um skrásetningu á ofbeldisverkum Ríkis íslam í borginni frá því í apríl 2014 þegar ekki var lengur hægt fyrir blaðamenn að komast þangað eftir að nokkrir þeirra voru handteknir og teknir af lífi.

Eftir því sem loftárásunum fjölgar því meiri viðbúnaður er hjá Ríki íslams. Göng liggja víða inn og út úr borginni og um borgina. Varðstöðvar hafa verið færðar úr útjarði borgarinnar inn í fjölmennustu hverfin þannig að mannfall almennra borgara verði sem mest. 

15. nóvember gerðu franskar herþotur loftárásir á vopnabúr og þjálfunarbúðir Ríkis íslams skammt frá Raqa, samkvæmt upplýsingum frá franska hernum. En rannsakandinn og rithöfundurinn Hisham al-Hashimi segir að nú hafi liðsmenn Ríkis íslams yfirgefið þjálfunarbúðir sínar og haldi til í íbúðarhverfum. Eins eru fundir haldnir neðanjarðar til þess að tryggja öryggi vígamannanna.

Stórir fundir séu haldnir í moskum og sjúkrahúsum þar sem Rússar hafa forðast að gera loftárásir á slíka staði til þess að forðast mannfall meðal almennra borgara.

Rami Abdel Rahman, framkvæmdastjóri Syrian Observatory for Human Rights, segir að stór hópur liðsmanna Ríkis íslams hafi verið færður frá Sýrlandi til Íraks. Að sögn Hashimi hefur Ríki íslams hætt að flytja olíubirgðir í 36 þúsund lítra tankbílum og notast nú við tanga sem eru mun minni eða fjögur þúsund lítra eftir að loftárásir Rússa beindust að olíuflutningabílum í Raqa og Deir Ezzor en Ríki íslams ræður yfir öllum helstu olíulindum á þessum svæðum.

Í grein sem birtist í Financial Times í síðasta mánuði er áætlað að tekjur hryðjuverkasamtakanna á olíusölu nemi um 1,5 milljón Bandaríkjadala á dag. Þar er miðað við að þau fái 45 Bandaríkjadali á tunnu.

Hryðjuverkasamtökin hafa hert eftirlit með borgurum í Raqa til muna undanfarið og er meðal annars fylgst með ferðum þeirra á netkaffihús. 

 Í síðustu viku var að minnsta kosti tíu netkaffihúsum lokað í Raqa samkvæmt upplýsingum frá Observatory. En þau fengu að opna á nýjan leik á miðvikudag gegn því skilyrði að tveir liðsmenna Ríkis íslams stæðu þar vakt og fylgdust með því að enginn væri að skoða klám á netinu. Eins hafi allir kaffihúsaeigendur verið beðnir um að fylgjast með því hvað viðskiptavinirnir eru að gera á netinu. 

Bannað er að yfirgefa Raqa nema viðkomandi er að fara á svæði sem einnig eru undir stjórn Ríkis íslams, að sögn Hashimi. Fólk þorir ekki annað en að hlýða vígamönnunum enda er borginni stjórnað með harðri hendi, aftökum á almannafæri og hrottalegar misþyrmingar eru nánast daglegt brauð. En að sögn Hashimi hefur einhverjum réttarhöldum og aftökum verið frestað vegna loftárása.

Þeir eru sammála um að „trúarlögreglan hafi dregið að eins úr starfsemi sinni“ sem þýðir að íbúar borgarinnar hafa náð að slaka aðeins á. „Íbúarnir - sérstaklega konur- reyna að njóta fjarveru þeirra og öðlast smá frelsi. Til að mynd geta ungar konur núna opnað glugga eða farið út á svalir án þess að hylja andlit sitt,“ segir Ramadan.

AFP
AFP
AFP
AFP
Það berst engar myndir frá Raqa enda ekki mögulegt fyrir …
Það berst engar myndir frá Raqa enda ekki mögulegt fyrir blaðamenn að komst til borgarinnar AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert