Mótmæla hernaði í Sýrlandi

Um fimm þúsund tóku þátt í mótmælum gegn loftárásum í Sýrlandi í Lundúnum í dag. Svipaður fjöldi kom saman í Madríd og mótmælti hernaði í Sýrlandi. 

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, lagði fram frumvarp til laga á fimmtudag heimild til þess að breski herinn taki þátt í hernaði Frakka, Bandaríkjamanna og fleiri ríkja gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Bretar taka þegar þátt í hernaði gegn Ríki íslams í Írak, nágrannaríki Sýrlands.

Bretar bera enn ör eftir innrásina í Afganistan og Írak, árið 2001 og 2003, en hundruð þúsunda tóku þátt í mótmælum í Lundúnum árið 2003 gegn innrás bandamanna inn í Írak.

Mótmælin í dag voru bergmál frá þeim mótmælum þar sem fólk gekk um stræti borgarinnar með mótmælaspjöld með áletrunum: „Ekki sprengja Sýrland“, „Varpið Cameron, ekki sprengjum“, „Ekki hella olíu á eldinn“.

Væntanlega verða greidd atkvæði um loftárásir í Sýrlandi í breska þinginu í næstu viku og er talið að margir þeirra sem áður voru á móti því að taka þátt muni greiða atkvæði með frumvarpinu vegna árásanna í París.

Í Madríd óttast margir að Spánverjar taki þátt í hernaði í Sýrlandi og að það geti þýtt hryðjuverk á spænskri grund minnugir árásum al-Qadea í lestarkerfi borgarinnar árið 2004 sem kostuðu 191 mannslíf. Fjölmargir Spánverjar telja að árásirnar hafi verið gerðar í Madríd þá vegna aðild Spánar að innrásinni í Írak.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert