570 þúsund tóku þátt í mótmælum

Mótmælandi í Róm krefst þess að farið sé leið sólarorku.
Mótmælandi í Róm krefst þess að farið sé leið sólarorku. AFP

Um 570 þúsund manns tóku þátt í alþjóðlegum mótmælum vegna loftslagsmála um helgina, en mótmælin fóru fram í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í París sem hefst á mánudaginn. „Krafan frá götunni til leiðtoga heimsins um að bregðast við loftslagsmálum hefur verið ærandi,“ sagði Emma Ruby-Sachs, stjórnandi mótmælanna, en það voru samtökin Avaaz sem stóðu á bak við þau.

Frá mótmælunum í Mexíkóborg.
Frá mótmælunum í Mexíkóborg. AFP
Frá Place de la Republique torginu í París. Fólk skildi …
Frá Place de la Republique torginu í París. Fólk skildi eftir þúsundir skóa í staðin fyrir að fara í mótmælagöngu. AFP



Skýr krafa um 100% hreina orku

„Meira en 570 þúsund manns sögðu einni röddu við leiðtoga heimsins að skila 100% hreinni orku sem framtíðaráformum frá loftslagsráðstefnunni í París,“ sagði Ruby-Sachs.

Mótmælin fóru fram í fjölda borga um allan heim, meðal annars á Íslandi. Í París var einnig mótmælt og þótt mótmælin hafi að mestu farið vel fram kom til ryskinga milli lögreglu og mótmælenda. Voru það helst mótmælendur kapítalísks kerfis sem lenti saman við lögreglu og voru í kjölfarið 208 manns handteknir.

Hneykslanleg framkoma

Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði framkomuna hneykslanlega af hálfu öfgasinnaðra vinstri aðgerðasinna. „Þessi truflandi öfl eiga enga samleið með náttúruverndarsinnum,“ sagði Hollande í dag. Sagði hann þessa mótmælendur ekki vera í París til að ýta undir niðurstöður á fundinum heldur til að búa til vandamál.

Frá átökunum í París.
Frá átökunum í París. AFP
Átök urðu milli mótmælenda og lögreglu í París.
Átök urðu milli mótmælenda og lögreglu í París. AFP
Frá mótmælunum í París.
Frá mótmælunum í París. AFP




Áður höfðu um 4.500 náttúruverndarsinnar myndað keðju fólks í höfuðborginni í friðsamlegri framsetningu á kröfum sínum. Við Bataclan-tónleikastaðinn var skilið eftir um 100 metra gat á keðjunni til minningar um þá 90 sem létust þar í árás hryðjuverkamanna fyrr í mánuðinum.

Aðgerðasinnar úr Greenpeace samtökunum mótmæla í Mexíkó.
Aðgerðasinnar úr Greenpeace samtökunum mótmæla í Mexíkó. AFP

Ban Ki-Moon og Frans páfi tóku þátt

Þá ákváðu mótmælendur að skilja eftir skó sína á Place de la Republique-torginu í París í stað þess að fara í kröfugöngu, en lögreglan í París hafði meðal annars komið í veg fyrir tvær aðrar kröfugöngur í borginni. Skórnir voru í þúsundatali og vógu meira en fjögur tonn. Meðal þeirra sem skildu eftir skó voru Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna og Frans páfi.

Mótmælendur í Bógatá í Kólumbíu.
Mótmælendur í Bógatá í Kólumbíu. AFP
Sao Paulo í Brasilíu.
Sao Paulo í Brasilíu. AFP
Frá mótmælunum í London.
Frá mótmælunum í London. AFP
Mótmælendur í Berlín í Þýskalandi.
Mótmælendur í Berlín í Þýskalandi. AFP
Frá Brandenborgarhliðinu í Berlín.
Frá Brandenborgarhliðinu í Berlín. AFP
Rio de Janeiro í Brasilíu.
Rio de Janeiro í Brasilíu. AFP
London.
London. AFP








mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert