47% aukning á hatursglæpum

Hryðjuverkin í París í janúar urðu til þess að hatursglæpum …
Hryðjuverkin í París í janúar urðu til þess að hatursglæpum í garð múslima í Bretlandi fjölgaði stórum. mbl.is/afp

Á tólf mánaða tímabili til loka nýliðins októbermánaðar fjölgaði hatursglæpum í garð múslima í London í Englandi um 47%, að sögn borgarlögreglunnar.

Voru skráð brot á tímabilinu samtals 845 miðað við 576 árið áður. Að hlulta til skrifar lögreglan aukninguna á aukinn vilja fólks til að tilkynna um árásir af trúarlegum toga í sinn garð.

Að öðru leyti telur hún atburði á alþjóðavísu aðallega skýra árásir á múslima í London, en til að mynda tóku þær kipp eftir hryðjuverkin í París í byrjun janúar sl.  Telur lögreglan að tilkynnt atvik gefi ekki fullnaðar mynd af árásunum, enn gangi margar þeirra yfir án þess að um þær sé tilkynnt.

Í tilkynningu Lundúnalögreglunnar frá í sumar sagði að á 12 mánaða tímabili til júníloka hefðu hatursglæpir í garð múslima verið 816 talsins og aukist um 70%, miðað við sama tímabil árið áður. Mesu munaði um mikla aukningu í framhaldi af morðum bræðranna Said og Cherif Kouachi sem drápu 11 manns er þeir ruddust inn á ritstjórnarskrifstofu franska háðblaðsins Charlie Hebdo í París í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert