Drekkti transkonu í klósetti

Dómarinn leit meðal annars til þess að konan hafði ekki …
Dómarinn leit meðal annars til þess að konan hafði ekki greint manninum frá stöðu sinni, þ.e. að hún væri transkona í kynleiðréttingarferli. AFP

Bandarískur hermaður var í morgun fundinn sekur um að hafa myrt transkonu á Filippseyjum í október í fyrra. Fólkið kynntist á bar nálægt borginni Olongapo og fór saman á mótel seinna um kvöldið þar sem þau ætluðu að stunda kynlíf.

Þegar í ljós kom að konan var með kynfæri karlmanns greip hermaðurinn, sem var töluvert drukkinn, til ofbeldis. Greip hann hana og drekkti henni í salerni herbergisins.

Lance Corporal Joseph Scott Pemberton, sem var í bandaríska sjóhernum, var við æfingar á Filippseyjum þegar hann myrti Jennifer Laude. Mun hann hljóta sex til tólf ára fangelsisdóm. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að konan hafði ekki greint manninum frá því að hún væri transkona í kynleiðréttingarferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert