Hafna Danir meiri samruna?

AFP

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram á fimmtudaginn í Danmörku þar sem kosið verður um það hvort Danir eiga að falla frá undanþágu sem þeir hafa frá samstarfi ríkja Evrópusambandsins á sviði dóms- og lögreglumála. Undanþáguna fengu Danir ásamt þremur öðrum undanþágum eftir að þeir höfnuðu Maastricht-sáttmála sambandsins fyrir rúmum tveimur áratugum. Fréttavefurinn Euobserver.com fjallar meðal annars um málið.

Skoðanakannanir að undanförnu hafa sýnt fylkingar stuðningsmanna þess að gefa undanþáguna eftir og þeirra sem vilja halda henni nær hnífjafnar. Hins vegar hafa andstæðingar þess að gefa undanþáguna eftir verið að sækja í sig veðrið á síðustu metrunum ef marka má þær. Þannig sýndi könnun Gallup sem birt var á laugardaginn 38% á móti því að gefa undanþáguna eftir en 34% hlynnta því. Svo virðist sem ungt fólk sé einkum á móti því að gefa hana eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert