Sprenging í neðanjarðarlestarkerfi Istanbúl

mbl.is/Kristinn

Að minnsta kosti sex eru særðir eftir mikla sprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Istanbúl, stærstu borgar Tyrklands, síðdegis í dag og hafa samgöngur í borginni lamast. Orsakir sprengingarinnar eru enn sem komið er óþekktar.

Öngþveiti myndaðist nærri neðanjarðarlestarstöð í Bayrampasa-hverfinu eftir að sprengingin átti sér stað um kl. 17.15 að staðartíma. NTV-sjónvarpsstöðin segir að borgaryfirvöld hafi lokað neðanjarðarlestarkerfinu. Orsökina gæti verið að finna í spennubreyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert