Vill „evrópska CIA“

Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu.
Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. AFP

Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, kallaði eftir því í gær að sett yrði á laggirnar evrópsk leyniþjónusta í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París, höfuðborg Frakklands, í síðasta mánuði. Fréttavefurinn Euobserver.com greinir frá þessu í dag.

Michel sagði í samtali við frönsku útvarpsstöðina RTL að Evrópusambandið yrði að „setja snarlega upp evrópska leyniþjónustu, evrópska CIA.“ Vísaði hann þar til bandarísku leyniþjónustunnar Central Intelligence Agency (CIA). Tilgangur hennar yrði meðal annars að safna upplýsingum um grunaða öfgamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert