53,1% sögðu nei

Nyhavn í Kaupmannahöfn.
Nyhavn í Kaupmannahöfn. AFP

Danir höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag að falla frá und­anþágu sinni frá þátt­töku í sam­starfi ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins á sviði lög­reglu- og dóms­mála sem þeir fengu eft­ir að hafa hafnað Ma­astricht-sátt­mála sam­bands­ins. Öll atkvæði hafa nú verið talin og sögðu 46,9% já en 53,1% nei.

Samkvæmt vef DR var 72% kjörsókn. Eins og kom fram á mbl.is fyrr í kvöld hefur Lars Lokke Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, hef­ur hvatt kjós­end­ur til þess að samþykkja að und­anþágan verði gef­in eft­ir enda snú­ist það um að veita lög­regl­unni og stjórn­völd­um betri vopn í bar­átt­unni gegn glæp­um. 

Fyrri frétt mbl.is:

Danir kjósa um nánari tengsl við ESB

Danir segja nei

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra á kjörstað í dag.
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra á kjörstað í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert