Dæmdur morðingi tekinn af lífi

Bryan Keith Terrell
Bryan Keith Terrell

Tæplega fimmtugur Bandaríkjamaður var tekinn af lífi í Georgíu í morgun með banvænni sprautu en hann var dæmdur til dauða fyrir morð á sjötugum vini móður sinnar árið 1992.

Bryan Keith Terrell, 47 ára þáði að hitta prest og biðja með honum en neitaði að láta frá sér lokayfirlýsingu, samkvæmt tilkynningu frá fangelsismálayfirvöldum í ríkinu.

Terrell dæmdur fyrir að hafa myrt John Watson í kjölfar þess að hafa stolið tékkhefti hans og ávísað 8.700 Bandaríkjadölum út af reikningi Watson.

Watson á að hafa sagt móður Terrells, Barbara, að hann myndi ekki leggja fram kæru gegn syni hennar ef fjárhæðinni yrði skilað innan tveggja daga. Þess í stað sat Terrell fyrir  Watson þegar sá síðarnefndi fór að heiman til læknis 22. júní 1992.

Terrell, sem var 24 ára þegar hann framdi morðið, var handtekinn sama dag og dauðadómurinn var kveðinn upp árið 1995. Verjendur hans reyndu að fá aftökunni frestað vegna þess að þeir töldu að lyfjablandan sem nota ætti væri ekki nógu örugg en þeirri beiðni var hafnað.

Taka átti Terrell af lífi í mars en aftökunni var frestað þá vegna vandræða með lyfjablönduna.

Mál Terrells

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert