Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Finnlandi

Mennirnir eru grunaðir um að hafa myrt ellefu varnarlausa fanga …
Mennirnir eru grunaðir um að hafa myrt ellefu varnarlausa fanga í Tikrit í fyrra. AFP

Lögregla í Finnlandi hefur handtekið tvo Íraka sem grunaðir eru um að hafa myrt ellefu manns í Írak í fyrra. Talið er að mennirnir tilheyri hryðjuverkasamtökunum Ríki íslam.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa myrt ellefu varnarlausa fanga. Þeir eru 23 ára og taldir vera bræður. Þeir komu til Finnlands í september.

Hryðjuverksamtökin gerðu myndbandsupptökur af morðunum og birtu á internetinu. Að sögn rannsóknarlögreglumannsins Jari Raty báru morðingjarnir ekki grímu en hann sagði vandkvæðum bundið að bera kennsl á þá á myndbandinu.

Lögreglumaðurinn gat ekki svarað því hvort myndbandið væri enn að finna á netinu.

Lögregluyfirvöld hafa ekki upplýst hvort mennirnir komu til Finnlands sem hælisleitendur. Þeim bárust ábendingar um mennina gegnum eigin rannsóknarvinnu og í samvinnu við öryggisyfirvöld. Handtakan gekk snuðrulaust.

Engar upplýsingar liggja fyrir sem benda til þess að mennirnir hafi haft í hyggju að fremja voðaverk í Finnlandi. Þá liggja engar upplýsingar fyrir um mögulegan fjölda liðsmanna Ríkis íslam í landinu.

NRK sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert