Líffæragjafar á Tinder

Tinder og breska heilbrigðiskerfið eru að hefja samstarf um skráningu …
Tinder og breska heilbrigðiskerfið eru að hefja samstarf um skráningu líffæragjafa. AFP

Bandaríska stefnumótaforritið Tinder og breska heilbrigðiskerfið (NHS) undirbúa samstarf um að hvetja ungt fólk til þess að skrá sig sem líffæragjafa.

Hægt verður að skrá sig sem mögulega líffæragjafa gegnum Tinder og eftir að skráningin berst til NHS frá Tinder. Meðal þeirra sem taka þátt í herferðinni er breska íþróttakonan Jade Jones sem hlaut gullið í taíkwando á Ólympíuleikunum í London 2012 og leikararnir Jamie Laing og Gemma Oaten.

„Með stuðningi frá þessum sérsniðnu nærmyndum á Tinder náum við athygli fólks og beinum kastljósinu að mikilvægi líffæragjafar,“ segir Sally Johnson, framkvæmdastjóri líffæragjafasviðs NHS.

Hún segir að skráningin taki aðeins nokkrar mínútur eða álíka langan tíma og skoða nokkra notendur á Tinder. Um sjö þúsund manns eru á biðlista eftir líffæragjöf í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert