Svíar vilja ekki fleiri flóttamenn

AFP

Meirihluti Svía vill ekki að tekið verði við fleiri flóttamönnum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Ipsos gerði fyrir sænska dagblaðið Dagens Nyheter. Þannig eru 55% á því í dag en í september var tæpur þriðjungur þeirrar skoðunar.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.se að í september hafi nær annar hver Svíi viljað taka við fleiri flóttamönnum eða 44%. Samkvæmt könnun Ipsos séu nú aðeins 19% þeirrar skoðunar. Ennfremur að ríkisstjórn Svíþjóðar hafi kynnt til sögunar ýmis áform sem ætlað sé að draga úr straumi flóttamanna og förufólks til landsins en samtals hafi 160 þúsund hælisleitendur komið þangað á árinu sem er að líða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert