Ekki ákærðir vegna dauða 12 ára drengs

Tamir Rice.
Tamir Rice. AFP

Dómstóll í Ohio-ríki Bandaríkjanna hefur ákveðið að tveir lögreglumenn sem skutu tólf ára dreng til bana í Cleveland á síðasta ári verði ekki ákærðir. Saksóknari greindi frá þessu í dag.

Dauði Tamir Rice í nóvember á síðasta ári vakti mikla reiði í Bandaríkjunum. Rice var með leikfangabyssu á leikvelli þegar lögreglu bar að garði og skaut drenginn til bana. Málið vakti mikla umræðu um ofbeldi lögreglu gegn svörtum og voru haldin mótmæli í mörgum borgum Bandaríkjanna.

Að sögn Tim McGinty, saksóknara í Cuyahoga-sýslu í Ohio, tók dómstóllinn ákvörðun sína eftir að hafa farið yfir sönnunargögn og lög þegar kemur að heimild lögreglu til að nota vopn.

Fyrri frétt mbl.is: 

Segja drápið á tólf ára dreng rétt­læt­an­legt

Skutu dreng­inn á inn­an við 2 sek­únd­um

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert