Lést mögulega í „kyrkingarleik“

Lögreglubíll í Noregi.
Lögreglubíll í Noregi. Af vef Wikipedia

Lögreglan telur mögulegt að tólf ára drengur hafi látist í leik þar sem börn taka hvert annað eða sig sjálf kverkataki sér til skemmtunar. Slysið átti sér stað í Bodø þann 17. desember.

Í frétt Norska ríkisútvarpsins um málið segir að lögreglan rannsaki nú dauðsfall drengsins og verjist frekari fregna þar til rannsókn er lokið. Hún segir að enn sem komið er sé litið á atvikið sem hræðilegt slys.

Í frétt NRK er rætt við lækni í Tromsø sem segist þekkja til hins lífshættulega kyrkingarleiks. Hann segir leikinn ekki nýjan af nálinni, hann skjóti upp kollinum reglulega meðal barna og ungmenna. Hann snúist um að taka sjálfan sig eða einhvern annan kverkataki svo liggi við köfnun. Við það fáist vímutilfinning.

Hins vegar sé það mikill misskilningur að þó að vímuefni komi ekki við sögu sé leikurinn hættulaus. Svo sé vissulega ekki. Gangi leikurinn of langt, og línan sé þunn, geti allt farið á versta veg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert