Leita að MH370 en fundu skip

Hér má sjá mynd af skipinu sem tekin var með …
Hér má sjá mynd af skipinu sem tekin var með hljóðsjá. AFP

Þrátt fyrir umfangsmikla leit hefur skrokkur malasísku farþegavélarinnar MH370 ekki fundist Þau sem að leitinni koma fara þó ekki alveg tómhent heim heldur fann leitarhópurinn skipsflak á miklu dýpi. Þetta er annað skiptið sem skipsflak finnst við leitina að vélinni.

Skrokkur skipsins er úr járni eða stáli. Það er talið hafa sokkið á nítjándu öld og er á tæplega fjögurra kílómetra dýpi. Leitarhópur á einu af þremur skipunum sem notað er við leitina að MH370 sendi myndavél niður til að kanna fundinn nánar og tóku myndir með hljóðsjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert